Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna Ísteka

Stefna Ísteka er að allt starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020. Með jöfnum kjörum er átt við að laun séu ákveðin á sama hátt fyrir fólk óháð kyni. Þau viðmið sem lögð eru launaákvörðunum til grundvallar skulu ekki fela í sér kynjamismunun. 
Jafnlaunastefnan er jafnframt launastefna Ísteka.
Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnu félagsins skuldbindur Ísteka sig til að:
Innleiða, skjalfesta og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85. 
Gera launagreiningu árlega og kynna niðurstöður fyrir starfsfólki.
Bregðast við ef kröfur staðalsins eru ekki uppfylltar þ.á.m. óútskýrðum kynbundnum launamun, með stöðugum umbótum og eftirliti. 
Árlega fari fram rýni stjórnenda þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram og rýnd.  
Fylgja viðeigandi lögum og öðrum kröfum sem í gildi eru á hverjum tíma.
Birta stefnuna á innri vef fyrirtækisins og kynna hana öllu starfsfólki.  
Jafnlaunastefnan er einnig kynnt á opinberri heimasíðu félagsins.