Framleiðsla á virku lyfjaefni

Þegar blóði hefur verið safnað á bændabýlum er það flutt til blóðskiljunaraðstöðu Ísteka þar sem blóðplasma er aðskilið frá blóðkornum. Plasma er geymt frosið til frekari vinnslu og blóðkorn send til endurvinnslu.
Virka lyfjaefnið eCG er framleitt úr plasmanu í verksmiðju Ísteka í Reykjavík. Það er gert með röð mismunandi prótínhreinsunarskrefa. Efnið er að lokum þurrkað og því pakkað. Framleitt er samkvæmt GMP (Good Manufacturing Practice) stöðlum í lyfjaframleiðslu með viðeigandi mælingum í hverju framleiðsluskrefi.