Dýravelferð tryggð

Eftirlitsskyld starfsemi

Lög nr. 55/2013 um dýravelferð og lög nr. 28/2013 um búfjárhald gilda um allt hrossahald. Starfsemin sætir reglulegu eftirliti MAST.
Blóðsöfnun er samkvæmt verklagsreglum MAST.

Dýralæknir ber ábyrgð á blóðtökunni. Dýralæknar vinna samkvæmt viðeigandi lögum og reglugerðum sem og siðareglum dýralækna. Velferð dýranna er í fyrirrúmi.

Dýralæknaeftirlit

Eingöngu dýralæknar með starfsleyfi á Íslandi mega stunda blóðtökur.
Dýralæknirinn metur heilsu og ástand hryssunnar fyrir hverja blóðtöku.
Dýralæknirinn tryggir öryggi og velferð hryssunnar við blóðtöku.

Úttektir

MAST hefur reglulegt eftirlit með bændabýlum. MAST metur aðstöðu á býlinu og heilsu og velferð hrossanna.
Blóðtökustaðir og velferð hryssna er reglulega tekin út á vegum Ísteka.

Frávikastjórnun

Frávik eru tilkynnt, skráð og við þeim brugðist samkvæmt gildandi reglum.