Uppgötvun eCG

Tímalína uppgötvunar eCG

  1. 1930

    eCG er uppgötvað af Harold Cole og George Hart þegar þeir átta sig á því að það að sprauta blóðsermi úr fylfullum hryssum í ókynþroska rottur hvatar kynþroska þeirra. Lífvirka efnið í sermi sem miðlar þessum áhrifum fær nafnið pregnant mare serum gonadotrophin, eða PMSG.

  2. 1933

    Harold Cole og R.F. Miller sýna fram á að PMSG geti hvatað egglos og gangmál í sauðfé utan fengitíma sem leiðir í ljós mögulega notkun þess í landbúnaði.

  3. 1938

    Alþjóðlegur staðall fyrir PMSG er settur fram. Stuttu síðar hefst sala á PMSG lyfjablöndum. Þær eru upphaflega markaðssettar fyrir konur, en sölu þeirra í þeim tilgangi er síðar hætt. Sala fyrir dýr heldur hins vegar áfram, upphaflega aðallega fyrir rannsóknir, en í sífellt auknum mæli til hagnýttra nota eftir því sem rannsóknargögn um nytsemi þeirra safnast upp.

  4. 1943

    Cole og Harold Goss komast að því að PMSG myndast og er seytt af svokölluðum legslímubollum sem eru eins konar totur sem umlykja fóstrið á yfirborði legslímhúðarinnar snemma á meðgöngu. Uppruni þeirra er óljós en er talinn vera frá móður.

  5. 1972

    Robert Moor og W.R. Allen átta sig á því að legslímubollarnir eru í raun af fósturfræðilegum uppruna þar sem forveri þeirra er svokölluð æðabelgsgrind. Æðabelgsgrindin er þykk rönd af næringarþekjuvef sem umlykur fóstrið á dögum 25-35 í meðgöngu. Þetta leiðir til þess að PMSG er endurnefnt sínu núverandi formlega heiti, equine chorionic gonadotrophin, eða eCG.

  6. 1985

    Framleiðsla á eCG hefst á Íslandi.

  7. 2023

    eCG er mikilvægt innihaldsefni í fjölmörgum dýralyfjum og er notað víða um heim til að hvata og samstilla gangmál í dýrum, bæði búfénaði og villtum dýrum.