Dýravelferðarstefna

Ísteka starfar í samræmi við viðeigandi íslensk lög og reglugerðir um dýravelferð.
Ísteka einsetur sér að fylgja bestu starfsháttum sem varða siðferði og dýravelferð í búskap og dýralækningum. Á það við um öll hross, eigin hross og samstarfsbænda. Auk þess að endurskoða reglulega verklag sem snýr að dýrum, velferð þeirra og lífsgæðum og draga úr álagi eins og kostur er. Eftirfarandi atriðum skal fylgja:
Hrossin fái að lifa í viðeigandi náttúrulegu umhverfi.
Hrossin fái viðeigandi beit og fóðrun.
Hrossin fái að sýna sitt eðlilega atferli. Hryssur eru settar í hólf með fola til fyljunar. Folöld ganga undir hryssum. Fóstureyðingar eru ekki leyfðar.
Eingöngu fullþroska og heilbrigðar hryssur eru nýttar til blóðtöku.
Hross skal hlíft við sársauka, meiðslum, þjáningu og sjúkdómum.
Einnig vinnum við að því að bæta eftirfarandi þætti sem snúa að dýravelferð:
Vinna stöðugt gegn meiðslum og heilsufarsvandamálum.
Vinna stöðugt gegn áhættuþáttum sem varða heilsu og öryggi.
Stöðug endurskoðun fyrirbyggjandi aðgerða.
Tryggja fagmannleg vinnubrögð með því að veita skýrar leiðbeiningar, fullnægjandi upplýsingar og viðeigandi þjálfun.
Upplýsa alla sem starfa hjá eða fyrir hönd fyrirtækisins sem og almenning um þessa stefnu.
Yfirfara og endurskoða þessa stefnu reglulega.
Formlega samþykkt 14.09.2023.