Hlutverk eCG í hryssum

Hlutverk eCG í hryssum er ekki þekkt til hlítar.
Líklegast sér eCG um að hvata auka egglos og/eða gulbúsmyndun eggbúa og þar með viðhalda framleiðslu prógesteróns og meðgöngu þar til fylgjan tekur yfir það hlutverk.
Þrátt fyrir að virðast hjálpa til við að viðhalda meðgöngu hefur ekki enn verið sýnt fram á með óyggjandi hætti hvort eCG sé í raun og veru nauðsynlegt fyrir farsæla meðgöngu hjá hryssum.