Lyfjafræðileg notkun

eCG er virka lyfjaefnið (active pharmaceutical ingredient, API) í fjölmörgum dýralyfjum sem eru á markaði í Bandaríkjunum, flestum Evrópusambandsríkjum og fleiri löndum til notkunar til dæmis fyrir nautgripi, geitur, kindur, svín, kanínur og dádýr. Í dýralæknisfræði er eCG notað til að örva virkni eggjastokka, bæta frjósemi í gangstilltum dýrum og hvata ofuregglos (superovulation).