Framleiðsla á lyfi

Virk lyfjaefni (API) og hjálparefni eru notuð til framleiðslu á lyfjum í mismunandi lyfjaformum til dæmis töflur, stungulyf og krem. Framleitt er samkvæmt GMP staðli. Hvert einstakt lyf hefur sína skilgreindu framleiðsluaðferð. Lyfjaform er valið eftir eiginleikum virka efnisins og ætlaðri notkun.
Lyf sem innihalda eCG eru stungulyf, duft sem leyst er upp í vatni fyrir notkun. Þau eru framleidd og markaðssett af fjölda fyrirtækja.