Líftæknifyrirtækið Ísteka vinnur að hagsæld og vellíðan dýra með því að gera sérstaka velferðarsamninga við alla bændur sem það vinnur með. Samtals eru dýravelferðarsamningar fyrirtækisins við bændur um eitt hundrað talsins.
Velferðarsamningarnir eru byggðir á skilyrðum Matvælastofnunar og Fagráðs um velferð dýra sem sett eru í samræmi við nýjustu lög og reglugerðir.

Velferðarsamningar á milli Ísteka og bænda innihalda meðal annars:
- Sérstök ákvæði um nærgætni í umgengni og hvíld hrossanna.
- Kvaðir um skráningu allra hrossanna í World Feng og hjá Matvælastofnun (MAST).
- Sérstök ákvæði um gott beitiland, aðgang að vatni og saltsteinum.
- Sérstök ákvæði um góða aðstöðu þar sem blóðgjöf fer fram.
- Sérstök ákvæði um að ekki megi taka blóð úr hryssum á bæjum þar sem hafa komið upp frávik við velferð hrossa samkvæmt MAST.
- Tryggingu fyrir því er að folöld fái að ganga undir mæðrum eins og henta þykir til þess að næringarástand bæði folalds og móður verði eins og best er á kosið.
- Bann við fóstureyðingar hjá þeim hryssum sem eru í verkefninu.
- Að Ísteka fær afrit af eftirlitsskýrslum MAST varðandi þá bændur sem eru í samstarfi.