Sticky post

Fréttablaðið fór rangt með – Ekkert bann samþykkt í Hollandi

Á vef Fréttablaðsins birtist að kvöldi miðvikudagsins 16. mars s.l. frétt undir fyrirsögninni „Hollendingar banna blóðmerahormón“. Í fréttinni segir m.a.: „Neðri deild hollenska þingsins kaus með miklum meirihluta á þriðjudaginn að banna innflutning og framleiðslu á hormóninu PMSG (e. Pregnant Mare Serum Gonadotropin), sem fengið er úr fylfullum hryssum með blóðtöku.“ Af þessu tilefni vill undirritaður koma því á framfæri að umrædd frétt er röng. … Continue reading Fréttablaðið fór rangt með – Ekkert bann samþykkt í Hollandi

Yfirlýsing vegna myndbands

Í myndbandi sem svissnesk samtök settu inn á Youtube á föstudaginn má sjá upptökur frá földum myndavélum af blóðgjöfum hryssa á Íslandi. Vinnubrögð og aðferðir sem sums staðar sjást þar eru óviðeigandi og ólíðandi, t.d. notkun járnstangar, harkaleg notkun timburbattinga og glefs hunda. Stjórnendum og starfsfólki Ísteka mislíkar verulega þessi vinnubrögð við framleiðslu á vöru fyrir okkur. Þau uppfylla ekki ströng skilyrði okkar til dýravelferðar. … Continue reading Yfirlýsing vegna myndbands